Dagskráin: Íslandsmeistarar KR, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Tom Brady, Kjartan Atli og svo miklu miklu meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 06:00 Þessir miklu mátar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. FIFA/Getty Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira