Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 16:46 Ágúst Eðvald hefur leikið sinn síðasta leik með Víking, í bili allavega. Vísir/Bára Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51
Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00