Getum við aðeins talað um veitingastaði? Björn Teitsson skrifar 5. október 2020 13:01 Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Björn Teitsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun