Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 16:02 McEnany ræddi grímulaus við blaðamenn við Hvíta húsið í gær. Hún er nú smituð af veirunni. AP/Jacquelyn Martin Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46