„Ekki láta veiruna stjórna ykkur, ekki vera hrædd við hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. október 2020 07:28 Forsetinn kemur fram á svalir Hvíta hússins í gærkvöldi eftir að hann útskrifaðist af spítala og tekur af sér grímuna. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira