Djöflarnir snúa aftur til Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2020 10:56 Tasmaníudjöflar eru taldir geta spornað gegn villiköttum og hjálpað dýralífi Ástralíu. EPA/BARBARA WALTON Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022. Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022.
Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila