Ítalir glíma við kórónuveirusmit fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 10:24 Alessandro Bastoni, leikmaður Inter og U21-landsliðsins, greindist með kórónuveirusmit samkvæmt Gazzetta dello Sport. Getty/Claudio Villa Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki. Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki.
Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00