Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 12:05 Breiðablik - Fylkir Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020 / ljósmynd Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46