Hætti fyrir fjórum árum en þurfti að vera á bekknum eftir að þrír markverðir greindust með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2020 14:32 Oleksandr Shovkovskiy er leikjahæsti leikmaður í sögu Dynamo Kiev. getty/Matthew Ashton Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira