Enn átök á milli Armena og Asera Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 14:47 Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um stórskotaliðsárás á borg fjarri átakasvæðinu. AP/Varnarmálaráðuneyti Armeníu Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020 Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04
Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59