KR malaði Þór Akureyri Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 20:55 Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti
Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór
KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti