Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2020 12:16 Páll Magnússon segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira