Hægri bakvörður Man Utd gæti valið Kongó fram yfir England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 19:46 Bissaka í 3-2 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á þessari leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira