Hrósuðu Sigurði Gunnari fyrir að koma til baka í frábæru formi: Þetta er alvöru skrokkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 10:16 Sigurður Gunnar við undirskriftina hjá Hetti. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er honum á vinstri hönd. Austurfrétt Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira