Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 07:00 Konur í fjölmörgum starfstéttum deildu áfallasögum sínum í #metoo byltingunni síðla árs 2017. Vísir/GarðarKjartans Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi, utan landsteinanna samkvæmt heimildum Vísis. Ákærði og brotaþoli þekktust. Konan lagði ekki fram kæru í málinu þegar það kom upp. Áratug síðar, í kjölfar #metoo byltingarinnar, hóf lögregla rannsókn á málinu. Grófar lýsingar í ákæru Í ákærunni, þar sem nöfn aðila eru afmáð og finna má grófar lýsingar sem rétt er að vara við, kemur fram að karlmaðurinn sé ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Almennt er reiknað með því að dómar séu kveðnir upp innan við fjórum vikum eftir að meðferð lýkur.Vísir/Vilhelm Er karlmanninum gefið að sök að hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og ofbeldi. Meðal annars kastað sér á hana þar sem hún lá í rúmi og haldið henni fastri niðri. Eftir að konan féll í gólfið í átökunum hafi hann aftrað henni frá því að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar. Við það hafi hún skollið harkalega á gólfið og dottið á bakið. Ákærði hafi sett hné í bringu hennar. Eftir að konan náði að skríða upp í rúm hafi karlmaðurinn lagst ofan á hana og haft við konuna samræði. Marblettir víða á líkama Af þessu hafi konan hlotið marblett, fimm sentimetra langan og tveggja sentimetra breiðan, undir viðbeini vinstra megin. Einnig marbletti á báðum framhandleggjum. Marblett og rispu á maga, á vinstri fæti, marblett og núningssár á vinstra hné og sprungur við leggangaop. Málið telst varða fyrstu málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga en viðurlög varða fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Þá krefst konan í einkaréttakröfu að karlmaðurinn verði dæmdur til að greiða henni sex milljónir króna í bætur. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Efnt var til viðburðar í Borgarleikhúsinu þar sem konur úr ólíkum stéttum lásu upp áfallasögur. Frásögnin um hina meintu nauðgun árið 2008 birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Metoo-hreyfingin var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að meint brot átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í máli hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Athugasemd ritstjórnar 3. desember 2021. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Geir Gestssyni, réttargæslumanni brotaþola, að hún hefði aldrei kært málið. Hann segir að lögregla hafi hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi, utan landsteinanna samkvæmt heimildum Vísis. Ákærði og brotaþoli þekktust. Konan lagði ekki fram kæru í málinu þegar það kom upp. Áratug síðar, í kjölfar #metoo byltingarinnar, hóf lögregla rannsókn á málinu. Grófar lýsingar í ákæru Í ákærunni, þar sem nöfn aðila eru afmáð og finna má grófar lýsingar sem rétt er að vara við, kemur fram að karlmaðurinn sé ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Almennt er reiknað með því að dómar séu kveðnir upp innan við fjórum vikum eftir að meðferð lýkur.Vísir/Vilhelm Er karlmanninum gefið að sök að hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og ofbeldi. Meðal annars kastað sér á hana þar sem hún lá í rúmi og haldið henni fastri niðri. Eftir að konan féll í gólfið í átökunum hafi hann aftrað henni frá því að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar. Við það hafi hún skollið harkalega á gólfið og dottið á bakið. Ákærði hafi sett hné í bringu hennar. Eftir að konan náði að skríða upp í rúm hafi karlmaðurinn lagst ofan á hana og haft við konuna samræði. Marblettir víða á líkama Af þessu hafi konan hlotið marblett, fimm sentimetra langan og tveggja sentimetra breiðan, undir viðbeini vinstra megin. Einnig marbletti á báðum framhandleggjum. Marblett og rispu á maga, á vinstri fæti, marblett og núningssár á vinstra hné og sprungur við leggangaop. Málið telst varða fyrstu málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga en viðurlög varða fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Þá krefst konan í einkaréttakröfu að karlmaðurinn verði dæmdur til að greiða henni sex milljónir króna í bætur. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Efnt var til viðburðar í Borgarleikhúsinu þar sem konur úr ólíkum stéttum lásu upp áfallasögur. Frásögnin um hina meintu nauðgun árið 2008 birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Metoo-hreyfingin var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að meint brot átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í máli hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Athugasemd ritstjórnar 3. desember 2021. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Geir Gestssyni, réttargæslumanni brotaþola, að hún hefði aldrei kært málið. Hann segir að lögregla hafi hafið frumkvæðisrannsókn á málinu.
MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira