Uppsagnir á Þingvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 19:36 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgerðirnar sárar en nauðsynlegar. Vísir/Egill Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira