Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:59 Juliette Binoche tekur hér við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar á verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Clemens Bilan - Pool/ Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur. Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira