Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 14:33 Toshiki segir fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa fengið sig til að verða Vinstri grænn á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020 Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020
Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira