Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2020 19:01 Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur. Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur.
Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20