Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:32 Seinni bylgjan valdi bestu félagsskiptin fyrir þetta tímabil í OIís deild karla og hér eru þeir fimm efstu. Skjámynd/S2 Sport Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira