Grískir nýnasistar dæmdir í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:51 Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, var dæmdur í þrettán ára fangelsi. EPA/SIMELA PANTZARTZI Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum. Grikkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum.
Grikkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira