Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 18:48 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru. Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru.
Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira