Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 10:58 Víðast hvar í Evrópu herða menn nú á aðgerðum til að tækla þriðju bylgju faraldursins. Mike Kemp/Getty Images Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira