Vilja lækka kosningaaldur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira