Ósannindi á bæði borð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. október 2020 22:00 Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Fiskeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar