Staðan í Evrópu geti versnað hratt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:17 Sérfræðingar telja að ef um 95% fólks notaði grímur og fylgdi öðrum sóttvarnatilmælum mætti bjarga um 281.000 mannslífum fram að febrúar. Myndin er af lestarstöð í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Sean Gallup/Getty Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58