Arðvæðing grunnstoða er lífshættuleg Drífa Snædal skrifar 16. október 2020 13:40 Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun