Segja áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 16:12 Landspítalinn í Fossvogi. Spítalinn segir áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart. Vísir/vilhelm Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09
Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30