Hugsað með hjartanu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun