Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 23:19 Salvador Cienfuegos Zepeda (t.v.) með Enrique Peña Nieto, þáverandi forseta Mexíkó, árið 2016. Cienfuegos er sagður hafa gætt þess að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnagengi sem greiddi honum mútur en beindi þess í stað spjótum sínum að keppinautum þess. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira