Tottenham og West Ham nældu í tvo af betri mönnum B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 10:30 Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira