Kínverjar hóta að meina Bandaríkjamönnum að yfirgefa Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 23:54 Málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn þremur kínversum fræðimönnum hefur vakið miklar deilur milli ríkjanna. Go Nakamura/Getty Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“ Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00