Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 13:45 Frank Jensen. Getty/Ole Jensen Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“ Danmörk MeToo Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“
Danmörk MeToo Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira