Miedema orðin markahæst í sögu deildarinnar er Arsenal valtaði yfir Tottenham | Úrslit dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 16:46 Vivianne Miedema hefur skorað 50 mörk í 50 leikjum fyrir Arsenal. Catherine Ivill/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira