Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 22:39 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir Strætó fordæma skilaboðin. VÍSIR „Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar. Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
„Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar.
Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira