Hver er nýjasti landsliðsmaður Íslands? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2020 09:00 Óskar Ólafsson gæti leikið sína fyrstu landsleiki í byrju næsta mánaðar. drammen Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu. Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00