Utanríkisráðherra Danmerkur tilkynntur til lögreglu fyrir nauðgun Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:45 Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur. Getty/Ole Jensen Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra. MeToo Danmörk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra.
MeToo Danmörk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira