Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 08:26 Horfur eru á að erlendum ferðamönnum muni fjölga hægar en gert var ráð fyrir í vor. Vísir/Vilhelm Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Ein af forsendunum sem bankinn gefur sér er að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót. Almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða muni erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Þannig spáir hagfræðideild bankans 3,4 prósent hagvexti árið 2021 og um 5 prósent árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8 prósent á þessu ári og hækki í 8,4 prósent árið 2021 en lækki síðan í 5,8 prósent árið 2022 og 4,8 prósent árið 2023. Því er spáð útflutningur dragist saman um tæplega 30 prósent á þessu ári en 88 prósent af þeim samdrætti megi rekja til ferðaþjónustunnar. Á næsta ári er spáð 7,4 prósent vexti sem er mun minni vöxtur en við væntum í vor. Mismunurinn skýrist af því að nú eru horfur á að erlendum ferðamönnum muni fjölga mun hægar en reiknað var með í vor. Árin 2022 og 2023 er hins vegar gert ráð fyrir kröftugum vexti, eða á bilinu 13,1-16,6 prósent, en þá reiknar spáin með að ferðalög hingað til lands aukist stórum. Mikil óvissa ríkir hins vvegar um þróun útflutnings á næstu árum og kemur það að langmestu leyti til vegna mikillar óvissu um þróun ferðalaga í heiminum. Aukning útflutnings frá landinu á spátímabilinu mun fyrst og fremst ráðast af fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu árum. Aðrir þættir úr þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans • Gert er ráð fyrir að útflutningur á þessu ári minnki um tæplega 30 prósent, að langmestu leyti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. • Einkaneysla dregst saman um 5,5 prósent á árinu sem er mesti samdráttur frá 2009. • Heildarfjármunamyndun dregst saman um rúmlega 10 prósent. • Samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega auk þess sem innflutningur dregst saman um 22 prósent, ekki síst vegna minni ferðalaga Íslendinga erlendis. • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund erlendum ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og 1,9 milljónum 2023. • Verðbólgan verður lítillega yfir markmiði Seðlabanka Íslands fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verður að meðaltali 3,1 prósent á næsta ári, 2,7 prósent 2022 og 2,6 prósent árið 2023. • Stýrivextir verða óbreyttir í 1 prósent allt næsta ár, hækka í 1,75 prósent árið 2022 og verða 3,5 prósent í lok árs 2023. • Launavísitalan hækkar í takt við kjarasamninga, um 5,8 prósent milli áranna 2019 og 2020. Hún mun svo hækka um 6,1 prósent á árinu 2021, um 5 prósent 2022 og 4 prósent 2023. • Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 16,9% á þessu ári en fari síðan vaxandi frá og með 2021. • Ekki er gert ráð fyrir að faraldurinn muni hafa teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg. • Gert er ráð fyrir að álframleiðsla dragist saman um 5,5 prósent á þessu ári. • Spáð er 16 prósent samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári en 2-5 prósent árlegum vexti á árunum 2021-2023. Íbúðaverð hækkar um 4,5 prósent milli ára í ár og vöxturinn verður svo að jafnaði prósent á ári út spátímann. • Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 nálgist samtals 600 milljarða króna. • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1 prósent), minniháttar halli á næsta ári (-0,3 prósent) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4 prósent) og 2023 (+3,4 prósent). Nálgast má hagspá Landsbankans hér. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Ein af forsendunum sem bankinn gefur sér er að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót. Almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða muni erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Þannig spáir hagfræðideild bankans 3,4 prósent hagvexti árið 2021 og um 5 prósent árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8 prósent á þessu ári og hækki í 8,4 prósent árið 2021 en lækki síðan í 5,8 prósent árið 2022 og 4,8 prósent árið 2023. Því er spáð útflutningur dragist saman um tæplega 30 prósent á þessu ári en 88 prósent af þeim samdrætti megi rekja til ferðaþjónustunnar. Á næsta ári er spáð 7,4 prósent vexti sem er mun minni vöxtur en við væntum í vor. Mismunurinn skýrist af því að nú eru horfur á að erlendum ferðamönnum muni fjölga mun hægar en reiknað var með í vor. Árin 2022 og 2023 er hins vegar gert ráð fyrir kröftugum vexti, eða á bilinu 13,1-16,6 prósent, en þá reiknar spáin með að ferðalög hingað til lands aukist stórum. Mikil óvissa ríkir hins vvegar um þróun útflutnings á næstu árum og kemur það að langmestu leyti til vegna mikillar óvissu um þróun ferðalaga í heiminum. Aukning útflutnings frá landinu á spátímabilinu mun fyrst og fremst ráðast af fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu árum. Aðrir þættir úr þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans • Gert er ráð fyrir að útflutningur á þessu ári minnki um tæplega 30 prósent, að langmestu leyti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. • Einkaneysla dregst saman um 5,5 prósent á árinu sem er mesti samdráttur frá 2009. • Heildarfjármunamyndun dregst saman um rúmlega 10 prósent. • Samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega auk þess sem innflutningur dregst saman um 22 prósent, ekki síst vegna minni ferðalaga Íslendinga erlendis. • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund erlendum ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og 1,9 milljónum 2023. • Verðbólgan verður lítillega yfir markmiði Seðlabanka Íslands fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verður að meðaltali 3,1 prósent á næsta ári, 2,7 prósent 2022 og 2,6 prósent árið 2023. • Stýrivextir verða óbreyttir í 1 prósent allt næsta ár, hækka í 1,75 prósent árið 2022 og verða 3,5 prósent í lok árs 2023. • Launavísitalan hækkar í takt við kjarasamninga, um 5,8 prósent milli áranna 2019 og 2020. Hún mun svo hækka um 6,1 prósent á árinu 2021, um 5 prósent 2022 og 4 prósent 2023. • Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 16,9% á þessu ári en fari síðan vaxandi frá og með 2021. • Ekki er gert ráð fyrir að faraldurinn muni hafa teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg. • Gert er ráð fyrir að álframleiðsla dragist saman um 5,5 prósent á þessu ári. • Spáð er 16 prósent samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári en 2-5 prósent árlegum vexti á árunum 2021-2023. Íbúðaverð hækkar um 4,5 prósent milli ára í ár og vöxturinn verður svo að jafnaði prósent á ári út spátímann. • Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 nálgist samtals 600 milljarða króna. • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1 prósent), minniháttar halli á næsta ári (-0,3 prósent) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4 prósent) og 2023 (+3,4 prósent). Nálgast má hagspá Landsbankans hér.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira