Biðlistar enn og aftur - hvernig endar þetta? Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir skrifa 20. október 2020 11:00 Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun