Rakningarteymið skoðaði ekki hvað fólk keypti á barnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 12:12 Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar til að rekja ferðir fólks í nokkrum tilvikum, meðal annars til að finna hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Vísir/Vilhelm Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira