Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 21. október 2020 13:41 Fyrst var vakin athygli á fánunum á búningi lögregluþjónsins á Twitter í dag. Málið vakti í kjölfarið mikla reiði á samfélagsmiðlum. Talsverð reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna myndar sem sýnir lögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu bera umdeilda fána á búningi sínum. Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum fánum og beri þá undir búningum sínum. Myndin sem hér um ræðir er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Hún sýnir lögregluþjón með þrjá fána, að því er virðist innan undir vesti sem hann klæðist. Myndin sést hér að neðan. Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega hvaða fánar það eru sem sjást á búningi lögregluþjónsins eða hver merking þeirra er. Margir á samfélagsmiðlum hafa þó bent á að á efsta fánanum, sem virðist svarthvít útgáfa af íslenska fánanum, sé að finna bláa línu. Það gæti verið vísun í hina svokölluðu „Thin blue line“ sem táknar samstöðu lögreglumanna. Merkið er einkum borið með þjóðfána viðkomandi lögreglumanns, sem gjarnan er í svarthvítu, og hefur verið tengt við „Blue lives matter“-hreyfingu bandarískra lögreglumanna. Hverjar eru reglur @logreglan um svona “thin blue line” og “The Punisher” merkingar á grunni íslenska fánans? pic.twitter.com/Q3PbRtmrJr— saevar@her.vard.hrun.is (@SaevarG) October 21, 2020 Annar fáni á búningi lögreglumannsins er svartur og hvítur kross á grænum grunni. Slíkan fána, sem þekktur er undir heitinu „Vinland Flag“ eða Vínlandsfáni, hannaði metalrokkarinn Peter Steele á tíunda áratug síðustu aldar. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa síðustu ár tekið fánann upp. Vínlandsfáninn sést hér til vinstri og bandarísk útgáfa af „Thin blue line“ sést til hægri.Samsett Samtökin ADL (Anti-Defamation League) skilgreina fánann því sem haturstákn en geta þess þó sérstaklega á vefsíðu sinni að hann sé einnig notaður í öðru samhengi, og þá einkum af aðdáendum áðurnefnds Steele. Því beri að fara varlega í túlkun á fánanum hverju sinni. Líkt og áður segir hefur málið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag. Notendur hafa margir furðað sig á fánunum og krafið lögreglu svara. FUCK!Icelandic police have gone full racist now. #acab https://t.co/xBiCQeApQy— María Mayhem 1312 (@marialiljath) October 21, 2020 Hvernig væri að svara fyrir þetta @logreglan ? Hugsið aðeins um það hvernig þetta lítur út út á við. Tökum þessi Blue Lives Matter merki út fyrir sviga, eins vafasöm og þau eru, hún er bókstaflega með Nýnasistafána saumaðan á einkennisfatnaðinn sinn. Nýnasistafána. https://t.co/HS3YYnee9W— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) October 21, 2020 Þangað til að @logreglan hefur hreinsað þennan viðbjóð úr röðum sínum eru allir frasar frá henni eins og „við erum öll í þessu saman“ merkingarlausir.@aslaugarna https://t.co/GIBhDFXfKn— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 21, 2020 græni fáninn er mest spooky dæmið... þekkt nýnasistasymbol https://t.co/3o0saQy4dE— áhrifavaldi (@mannfjandi) October 21, 2020 Aníta Rut Harðardóttir er lögregluþjónninn sem ber fánana á myndinni. Hún segir í samtali við fréttastofu að fánarnir séu svokallaðir „patchar“, eða bætur sem festar eru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum bótum. Það sé aðeins gert til skemmtunar. Aníta kveðst ekki vita hvaða merkingu fánarnir hafa og segist aldrei myndu bera slíka fána ef hún vissi af neikvæðri merkingu þeim tengdum. Þá bendir Aníta á að myndin sé tekin í lögregluaðgerð fyrir um þremur árum. Mér voru gefnir þessir fánar. Ég var með þá því mér fannst þeir flottir. Ég nota þá enn þá og margir aðrir lögreglumenn. Þeir þýða ekkert neikvætt og ég myndi aldrei bera fána á mínu vesti sem þýða eitthvað neikvætt í mínum huga segir Aníta. Hún kveðst þó munu kynna sér hvað fánarnir þýði en muni halda áfram að bera þá ef gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast. Aníta telur gagnrýnina ósanngjarna, sérstaklega í ljósi þess mikla álags sem lögreglustarfið krefjist á tímum kórónuveirunnar. Hún segir að sér finnist sorglegt hvernig lögregla sé iðulega skotmark fyrir neikvæðni. „Þarna er verið að ráðast á mig sem lögreglumann og þar af leiðandi á mína stétt,“ segir Aníta „Ég er búin að starfa sem lögreglumaður í 21 ár og aldrei myndi ég vera staðin að því að vera óréttlát við nokkurn mann.“ Lögreglumenn látnir fjarlægja alla fána Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist harma málið. Hann hafi fengið myndir af fánum sem lögreglumenn bera sendar til sín. Fánarnir séu margir hverjir ósmekklegir. Hann hafi sent fyrirmæli á alla lögreglumenn um að fjarlægja fánana strax af undirvestum sínum. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn harmar málið.Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í svari við gagnrýni vegna málsins á Twitter í dag að lögreglan styðji „ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt.“ Lögreglumenn eigi ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og það hafi þegar verið ítrekað við allt starfsfólk embættisins. Lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Lögreglumenn eiga ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og hefur það þegar verið ítrekað við allt okkar starfsfólk og verður því fylgt eftir.— LRH (@logreglan) October 21, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Íslenski fáninn Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Talsverð reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna myndar sem sýnir lögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu bera umdeilda fána á búningi sínum. Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum fánum og beri þá undir búningum sínum. Myndin sem hér um ræðir er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Hún sýnir lögregluþjón með þrjá fána, að því er virðist innan undir vesti sem hann klæðist. Myndin sést hér að neðan. Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega hvaða fánar það eru sem sjást á búningi lögregluþjónsins eða hver merking þeirra er. Margir á samfélagsmiðlum hafa þó bent á að á efsta fánanum, sem virðist svarthvít útgáfa af íslenska fánanum, sé að finna bláa línu. Það gæti verið vísun í hina svokölluðu „Thin blue line“ sem táknar samstöðu lögreglumanna. Merkið er einkum borið með þjóðfána viðkomandi lögreglumanns, sem gjarnan er í svarthvítu, og hefur verið tengt við „Blue lives matter“-hreyfingu bandarískra lögreglumanna. Hverjar eru reglur @logreglan um svona “thin blue line” og “The Punisher” merkingar á grunni íslenska fánans? pic.twitter.com/Q3PbRtmrJr— saevar@her.vard.hrun.is (@SaevarG) October 21, 2020 Annar fáni á búningi lögreglumannsins er svartur og hvítur kross á grænum grunni. Slíkan fána, sem þekktur er undir heitinu „Vinland Flag“ eða Vínlandsfáni, hannaði metalrokkarinn Peter Steele á tíunda áratug síðustu aldar. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa síðustu ár tekið fánann upp. Vínlandsfáninn sést hér til vinstri og bandarísk útgáfa af „Thin blue line“ sést til hægri.Samsett Samtökin ADL (Anti-Defamation League) skilgreina fánann því sem haturstákn en geta þess þó sérstaklega á vefsíðu sinni að hann sé einnig notaður í öðru samhengi, og þá einkum af aðdáendum áðurnefnds Steele. Því beri að fara varlega í túlkun á fánanum hverju sinni. Líkt og áður segir hefur málið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag. Notendur hafa margir furðað sig á fánunum og krafið lögreglu svara. FUCK!Icelandic police have gone full racist now. #acab https://t.co/xBiCQeApQy— María Mayhem 1312 (@marialiljath) October 21, 2020 Hvernig væri að svara fyrir þetta @logreglan ? Hugsið aðeins um það hvernig þetta lítur út út á við. Tökum þessi Blue Lives Matter merki út fyrir sviga, eins vafasöm og þau eru, hún er bókstaflega með Nýnasistafána saumaðan á einkennisfatnaðinn sinn. Nýnasistafána. https://t.co/HS3YYnee9W— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) October 21, 2020 Þangað til að @logreglan hefur hreinsað þennan viðbjóð úr röðum sínum eru allir frasar frá henni eins og „við erum öll í þessu saman“ merkingarlausir.@aslaugarna https://t.co/GIBhDFXfKn— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 21, 2020 græni fáninn er mest spooky dæmið... þekkt nýnasistasymbol https://t.co/3o0saQy4dE— áhrifavaldi (@mannfjandi) October 21, 2020 Aníta Rut Harðardóttir er lögregluþjónninn sem ber fánana á myndinni. Hún segir í samtali við fréttastofu að fánarnir séu svokallaðir „patchar“, eða bætur sem festar eru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum bótum. Það sé aðeins gert til skemmtunar. Aníta kveðst ekki vita hvaða merkingu fánarnir hafa og segist aldrei myndu bera slíka fána ef hún vissi af neikvæðri merkingu þeim tengdum. Þá bendir Aníta á að myndin sé tekin í lögregluaðgerð fyrir um þremur árum. Mér voru gefnir þessir fánar. Ég var með þá því mér fannst þeir flottir. Ég nota þá enn þá og margir aðrir lögreglumenn. Þeir þýða ekkert neikvætt og ég myndi aldrei bera fána á mínu vesti sem þýða eitthvað neikvætt í mínum huga segir Aníta. Hún kveðst þó munu kynna sér hvað fánarnir þýði en muni halda áfram að bera þá ef gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast. Aníta telur gagnrýnina ósanngjarna, sérstaklega í ljósi þess mikla álags sem lögreglustarfið krefjist á tímum kórónuveirunnar. Hún segir að sér finnist sorglegt hvernig lögregla sé iðulega skotmark fyrir neikvæðni. „Þarna er verið að ráðast á mig sem lögreglumann og þar af leiðandi á mína stétt,“ segir Aníta „Ég er búin að starfa sem lögreglumaður í 21 ár og aldrei myndi ég vera staðin að því að vera óréttlát við nokkurn mann.“ Lögreglumenn látnir fjarlægja alla fána Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist harma málið. Hann hafi fengið myndir af fánum sem lögreglumenn bera sendar til sín. Fánarnir séu margir hverjir ósmekklegir. Hann hafi sent fyrirmæli á alla lögreglumenn um að fjarlægja fánana strax af undirvestum sínum. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn harmar málið.Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í svari við gagnrýni vegna málsins á Twitter í dag að lögreglan styðji „ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt.“ Lögreglumenn eigi ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og það hafi þegar verið ítrekað við allt starfsfólk embættisins. Lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Lögreglumenn eiga ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og hefur það þegar verið ítrekað við allt okkar starfsfólk og verður því fylgt eftir.— LRH (@logreglan) October 21, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Íslenski fáninn Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“