Fjármálaráðherra vill skoða breytingar á fjármálum sveitarfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2020 14:24 Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög misjöfn en talið er að sameiginlega þurfi þau á 50 milljöðrum að halda til að bæta þeim tekjutap og aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins. Myndin er frá Ísafirði. Vísir/Vilhelm Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05
Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01