„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2020 19:13 Birna og Kristófer eiga von á dreng í næstu viku. Þeim þykir ákvörðun um að neita þeim um lengingu fæðingarorlofsgreiðslna óskiljanlega, enda sé neitunin tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Sigurjón Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira