Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2020 21:31 Á brún Krýsuvíkurbjargs í dag. Þessi sprunga er aðeins nokkra tugi metra frá bílastæðinu við bjargið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00
Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52