Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 11:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30