Á nú endanlega að útrýma íslenzku rjúpunni? Svei þeim, sem að því standa! Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. október 2020 11:01 Fyrir 18 árum, árið 2002, var svo komið fyrir íslenzku rjúpunni, að hún var - vegna óbilgirni veiðimanna og undanlátssemi stjórnvalda - komin á útrýmingarstig. Má hér hafa í huga, að á fyrri hluta síðustu aldar munu 3-5 milljónir fugla hafa lifað í náttúru landsins. Umhverfisráðherra þess tíma tók þá af skarið Guði sé lof, tók þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, af skarið og bjargaði rjúpnastofninum frá útrýmingu með friðun sumarið 2003. Átti sú friðun að gilda í 3 ár, en gráðugir veiðimenn óðu uppi og þrýstu á um veiðar, sem hófust aftur 2005. Þó með nokkru skipulegri og skaplegri hætti, en verið hafði, en samt var auðvitað ljóst, að tilvera íslenzku rjúpunnar hékk áfram í bláþræði, þó að stofninn hefði styrkzt við friðun. Hvern varðar nú um válista? Ef válisti fugla er skoðaður á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), má sjá, að rjúpan flokkast undir „Tegundir í yfirvofandi hættu (NT)“. En hvern varðar um það? Greinilega ekki stofnunina sjálfa, hvað þá umhverfisráðherra, svo að ekki sé talað um hjartalausa veiðimenn, sem vaða um fjöll og firnindi til að limlesta eða drepa saklausa og varnarlausa fugla og dýr, sér til gleði og ánægju. Fyrir undirrituðum verður að telja slíkt ónáttúru. Hver var staðan í fyrra? Skoðun stöðu rjúpunnar í fyrra sumar/haust sýndi, að á 26 veiðisvæðum, af 32, hafði stofninn dregizt saman um allt að 70%, á sama tíma og hann hafði styrkst lítillega á aðeins 6 svæðum. Í heildina var hann, sem sagt, nánast í frjálsu falli 2019, en t.a.m. á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema 2 karrar á ferkílómetra, en þegar betur lét, var þessi fjöldi um 40. Þrátt fyrir það, heimilaði umhverfisráðherra veiðar á 72.000 fuglum í nóvember í fyrra, án þess, að með þessum veiðum sé nokkurt eftirlit; treyst er á heiðarleika veiðimanna og „virðingu fyrir náttúrunni og fuglinum“. Og, hvernig áttu veiðar þá að fara fram? Skv. gögnum Umhverfisstofnunar (UST), munu vera um 4.000-6.000 veiðimenn, sem stunda rjúpnaveiðar haust hvert. Þetta eru auðvitað bara þeir, sem kaupa veiðikort og veiða með löglegum hætti. Hinir, sem bara veiða, án þess að spyrja kóng eða prest, munu fyrir undirrituðum vera einhverjir, eða all margir, en þeir eru vitaskuld ekki taldir með. Er þannig við hæfi, að reikna með minnst 6.000 veiðimönnum. Í fyrra var svo við það miðað, að hver rjúpnaveiðimaður myndi veiða 12 fugla, en skv. skráningu UST 2008-2017 höfðu menn veitt 10-15 fugla á mann það tímabil. Það var sá fjöldi, sem þeir gáfu upp. Allt í góðu - sársauki og þjáning fuglsins ekkert mál! Í öllu falli, skv. NÍ, átti þetta allt að vera gott og fínt, og ekki stóð á umhverfisráðherra, sem þó á að vera vinstri-grænn - er nú, meira að segja, varaformaður flokksins - að leggja blessun sína yfir þetta fína plan. Sársauki og þjáning fuglsins, sumir liggja lengi særðir og limlestir – bíða jafvel eftir, að blóðeitrun og drep ljúki kvölinni og líkni í lokin - er auðvitað hvergi tekinn með í reikninginn. Hvað varða NÍ, galvaska veiðimenn og ráðherra um slíkt!? Og, hvernig standa mál nú; haustið 2020? Eins og sjá hefur mátt og heyra í fréttum, hrundi rjúpnastofninn, vegna verðurfars og af öðrum ástæðum, sl. sumar. Varpstofninn á öllu landinu fór niður úr öllu valdi; var kominn niður í 99.000 fugla. Hefur hann ekki verið minni síðan að talning og eftirlit með rjúpnastofninum hófst 1995. Er hann nú svipaður og árið 2002, þegar þáverandi umhverfisráðherra hafði manndóm í sér til að friða fuglinn. Og, hvað gera stjórnvöld og ráðherra nú!? Nú kemur NÍ með plan um, að hver veiðimaður veiði 4-5 fugla, og, að þetta verði allt bara gott og fínt aftur. Upplýsingar um meðalveiði, upp á 10-15 fugla á veiðimann, frá UST, eru einfaldlega grafnar og gleymdar. Henta ekki í stöðunni. Forstjóri NÍ skrifar þetta í bréfi til umhverfisráðherra 5. október: „Skv. framangreindum útreikningum er ráðlögð veiði 2020 um 25.000 fuglar. Ráðlagður afli miðað við að um 5 þúsund veiðimenn gangi til rjúpna er því um 5 fuglar á mann“. Þetta fannst umhverfisráðherra skynsamlegt, raunsætt og fínt, gott plan, og lagði blessu sína yfir það í hvelli. Fara veiðimenn til fjalla til að veiða 5 fugla? Hér áður fyrr heyrði maður sögur af því, að rjúpnaveiðimenn færu jafnvel 3-4 daga til veiða, og, í öllu falli var stefnt á 10-20 rjúpur, svo metta mætti fjölskylduna, sennilega mætti tvöfalda þá tölu. Tillagan, sem forstjóri NÍ lagði fyrir ráðherra og hann samþykkti, án þess að blikka augum, að því er virðist, er auðvitað bara eins og hver annar „skítabrandari“. Hver heilvita maður sér, að „5.000-6.0000 manna dauðasveitin“ mun ekki unna sér friðar eða hvíldar fyrr en 70.000 til 90.000 fuglar liggja í valnum. Er ég þá að tala um þá fugla, sem nást. Til viðbótar koma svokölluð „afföll“, en það eru einmitt þeir fuglar, sem særast og limlestast, en komast undan veiðimanni, en skv. upplýsingum NÍ geta þeir numið 40% ofan á, eða hér minnst 30.000 fuglum. Raunsætt og rétt tal væri því fyrir undirrituðum það, að umhverfisráðherra hafi hér, illu heilli, verið að heimila dráp á allt 100.000-120.000 fuglum, eða hátt í helming allra þeirra fugla, sem eftir eru, að meðtöldum ungum 2020. Það er ekki að ófyrirsynju, að ég hafi kallað þennan umhverfisráðherra, sem þykist vera grænn, rauðan. Segja mætti: Eldrauðann. Og, hvað segja og gera veiðimenn? Þeir gera vitaskuld ekki mikið út á við með leyfðan fjölda, hafa þar kannske sumir sín eigin plön, sem þeir láta liggja milli hluta, í bili, hins vegar heimta þeir nú, og það með látum, - og margir fjölmiðlar flytja þá körfu með þeim eða fyrir þá, líka RÚV – að veiðitími verði stórlengdur. Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9. 2017 voru þeir 12. 2018 voru þeir 15 og í fyrra var fjöldinn, vegna kröfugerðar veiðimanna, enn aukinn, í 22, til að veiða 72.000 fugla. Nú má, hins vegar, bara veiða 25.000 fugla, en veiðimenn heimta enn fleiri veiðdaga. Ég spyr mig; hvers konar menn eru þetta eiginlega!?? Ég vil og má ekki kalla þá ónöfnum, en það ætti svo sannarlega við. Lesendur góðir, látið ykkur detta eitthvað hæfilegt í hug. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Dýr Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir 18 árum, árið 2002, var svo komið fyrir íslenzku rjúpunni, að hún var - vegna óbilgirni veiðimanna og undanlátssemi stjórnvalda - komin á útrýmingarstig. Má hér hafa í huga, að á fyrri hluta síðustu aldar munu 3-5 milljónir fugla hafa lifað í náttúru landsins. Umhverfisráðherra þess tíma tók þá af skarið Guði sé lof, tók þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, af skarið og bjargaði rjúpnastofninum frá útrýmingu með friðun sumarið 2003. Átti sú friðun að gilda í 3 ár, en gráðugir veiðimenn óðu uppi og þrýstu á um veiðar, sem hófust aftur 2005. Þó með nokkru skipulegri og skaplegri hætti, en verið hafði, en samt var auðvitað ljóst, að tilvera íslenzku rjúpunnar hékk áfram í bláþræði, þó að stofninn hefði styrkzt við friðun. Hvern varðar nú um válista? Ef válisti fugla er skoðaður á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), má sjá, að rjúpan flokkast undir „Tegundir í yfirvofandi hættu (NT)“. En hvern varðar um það? Greinilega ekki stofnunina sjálfa, hvað þá umhverfisráðherra, svo að ekki sé talað um hjartalausa veiðimenn, sem vaða um fjöll og firnindi til að limlesta eða drepa saklausa og varnarlausa fugla og dýr, sér til gleði og ánægju. Fyrir undirrituðum verður að telja slíkt ónáttúru. Hver var staðan í fyrra? Skoðun stöðu rjúpunnar í fyrra sumar/haust sýndi, að á 26 veiðisvæðum, af 32, hafði stofninn dregizt saman um allt að 70%, á sama tíma og hann hafði styrkst lítillega á aðeins 6 svæðum. Í heildina var hann, sem sagt, nánast í frjálsu falli 2019, en t.a.m. á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema 2 karrar á ferkílómetra, en þegar betur lét, var þessi fjöldi um 40. Þrátt fyrir það, heimilaði umhverfisráðherra veiðar á 72.000 fuglum í nóvember í fyrra, án þess, að með þessum veiðum sé nokkurt eftirlit; treyst er á heiðarleika veiðimanna og „virðingu fyrir náttúrunni og fuglinum“. Og, hvernig áttu veiðar þá að fara fram? Skv. gögnum Umhverfisstofnunar (UST), munu vera um 4.000-6.000 veiðimenn, sem stunda rjúpnaveiðar haust hvert. Þetta eru auðvitað bara þeir, sem kaupa veiðikort og veiða með löglegum hætti. Hinir, sem bara veiða, án þess að spyrja kóng eða prest, munu fyrir undirrituðum vera einhverjir, eða all margir, en þeir eru vitaskuld ekki taldir með. Er þannig við hæfi, að reikna með minnst 6.000 veiðimönnum. Í fyrra var svo við það miðað, að hver rjúpnaveiðimaður myndi veiða 12 fugla, en skv. skráningu UST 2008-2017 höfðu menn veitt 10-15 fugla á mann það tímabil. Það var sá fjöldi, sem þeir gáfu upp. Allt í góðu - sársauki og þjáning fuglsins ekkert mál! Í öllu falli, skv. NÍ, átti þetta allt að vera gott og fínt, og ekki stóð á umhverfisráðherra, sem þó á að vera vinstri-grænn - er nú, meira að segja, varaformaður flokksins - að leggja blessun sína yfir þetta fína plan. Sársauki og þjáning fuglsins, sumir liggja lengi særðir og limlestir – bíða jafvel eftir, að blóðeitrun og drep ljúki kvölinni og líkni í lokin - er auðvitað hvergi tekinn með í reikninginn. Hvað varða NÍ, galvaska veiðimenn og ráðherra um slíkt!? Og, hvernig standa mál nú; haustið 2020? Eins og sjá hefur mátt og heyra í fréttum, hrundi rjúpnastofninn, vegna verðurfars og af öðrum ástæðum, sl. sumar. Varpstofninn á öllu landinu fór niður úr öllu valdi; var kominn niður í 99.000 fugla. Hefur hann ekki verið minni síðan að talning og eftirlit með rjúpnastofninum hófst 1995. Er hann nú svipaður og árið 2002, þegar þáverandi umhverfisráðherra hafði manndóm í sér til að friða fuglinn. Og, hvað gera stjórnvöld og ráðherra nú!? Nú kemur NÍ með plan um, að hver veiðimaður veiði 4-5 fugla, og, að þetta verði allt bara gott og fínt aftur. Upplýsingar um meðalveiði, upp á 10-15 fugla á veiðimann, frá UST, eru einfaldlega grafnar og gleymdar. Henta ekki í stöðunni. Forstjóri NÍ skrifar þetta í bréfi til umhverfisráðherra 5. október: „Skv. framangreindum útreikningum er ráðlögð veiði 2020 um 25.000 fuglar. Ráðlagður afli miðað við að um 5 þúsund veiðimenn gangi til rjúpna er því um 5 fuglar á mann“. Þetta fannst umhverfisráðherra skynsamlegt, raunsætt og fínt, gott plan, og lagði blessu sína yfir það í hvelli. Fara veiðimenn til fjalla til að veiða 5 fugla? Hér áður fyrr heyrði maður sögur af því, að rjúpnaveiðimenn færu jafnvel 3-4 daga til veiða, og, í öllu falli var stefnt á 10-20 rjúpur, svo metta mætti fjölskylduna, sennilega mætti tvöfalda þá tölu. Tillagan, sem forstjóri NÍ lagði fyrir ráðherra og hann samþykkti, án þess að blikka augum, að því er virðist, er auðvitað bara eins og hver annar „skítabrandari“. Hver heilvita maður sér, að „5.000-6.0000 manna dauðasveitin“ mun ekki unna sér friðar eða hvíldar fyrr en 70.000 til 90.000 fuglar liggja í valnum. Er ég þá að tala um þá fugla, sem nást. Til viðbótar koma svokölluð „afföll“, en það eru einmitt þeir fuglar, sem særast og limlestast, en komast undan veiðimanni, en skv. upplýsingum NÍ geta þeir numið 40% ofan á, eða hér minnst 30.000 fuglum. Raunsætt og rétt tal væri því fyrir undirrituðum það, að umhverfisráðherra hafi hér, illu heilli, verið að heimila dráp á allt 100.000-120.000 fuglum, eða hátt í helming allra þeirra fugla, sem eftir eru, að meðtöldum ungum 2020. Það er ekki að ófyrirsynju, að ég hafi kallað þennan umhverfisráðherra, sem þykist vera grænn, rauðan. Segja mætti: Eldrauðann. Og, hvað segja og gera veiðimenn? Þeir gera vitaskuld ekki mikið út á við með leyfðan fjölda, hafa þar kannske sumir sín eigin plön, sem þeir láta liggja milli hluta, í bili, hins vegar heimta þeir nú, og það með látum, - og margir fjölmiðlar flytja þá körfu með þeim eða fyrir þá, líka RÚV – að veiðitími verði stórlengdur. Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9. 2017 voru þeir 12. 2018 voru þeir 15 og í fyrra var fjöldinn, vegna kröfugerðar veiðimanna, enn aukinn, í 22, til að veiða 72.000 fugla. Nú má, hins vegar, bara veiða 25.000 fugla, en veiðimenn heimta enn fleiri veiðdaga. Ég spyr mig; hvers konar menn eru þetta eiginlega!?? Ég vil og má ekki kalla þá ónöfnum, en það ætti svo sannarlega við. Lesendur góðir, látið ykkur detta eitthvað hæfilegt í hug. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru og umhverfisvernd.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun