Líf í húfi Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2020 14:00 Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun