Líf í húfi Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2020 14:00 Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun