Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 08:57 Brunarústirnar við Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02
Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“