Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 15:14 Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á leið til fundar. Vísir/Vilhelm „Af fréttum síðasta sólarhrings má draga þá ályktun að ósætti sé milli Landspítala og Embættis landlæknis. Nánar tiltekið að ágreiningur sé um þann farveg sem athugun á hópsmiti á Landakoti er í. Það er fjarri sanni og enginn fótur fyrir slíku.“ Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans sem undirrituð er af Embætti landlæknis og Landspítala. Þvert á móti hafi Landspítali og Embætti landlæknis átt náið samstarf í heimsfaraldrinum sem hefur í einu og öllu einkennst af gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum skilningi á því umfangsmikla verkefni sem blasir við vegna COVID-19. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Í tilkynningunni frá Embætti Landlæknis og Landspítala er minnt á að spítalinn sé á neyðarstigi. „Vangaveltur um hugsanlega framvindu á athugun á því hópsmiti sem varð á Landakoti eru ótímabærar og mega ekki tefja það vandasama verkefni að vinna úr þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir í tilkynningunni. Landspítali skoði hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. „Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verður fumlaus þegar þar að kemur.“ Minnt er á að íslenska heilbrigðiskerfið sé undir gríðarlegu álagi við fordæmalausar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Mikilvægt er að mannauðnum þar sé skapaður nauðsynlegur vinnufriður og veitt sú virðing sem hann á skilið. Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriði þegar mörk hins mögulega eru þanin til hins ítrasta. Við þetta og margt fleira fást Landspítali og Embætti landlæknis jafnóðum allan sólarhringinn, af þolgæði og í einbeittum og samstíga takti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
„Af fréttum síðasta sólarhrings má draga þá ályktun að ósætti sé milli Landspítala og Embættis landlæknis. Nánar tiltekið að ágreiningur sé um þann farveg sem athugun á hópsmiti á Landakoti er í. Það er fjarri sanni og enginn fótur fyrir slíku.“ Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans sem undirrituð er af Embætti landlæknis og Landspítala. Þvert á móti hafi Landspítali og Embætti landlæknis átt náið samstarf í heimsfaraldrinum sem hefur í einu og öllu einkennst af gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum skilningi á því umfangsmikla verkefni sem blasir við vegna COVID-19. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Í tilkynningunni frá Embætti Landlæknis og Landspítala er minnt á að spítalinn sé á neyðarstigi. „Vangaveltur um hugsanlega framvindu á athugun á því hópsmiti sem varð á Landakoti eru ótímabærar og mega ekki tefja það vandasama verkefni að vinna úr þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir í tilkynningunni. Landspítali skoði hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. „Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verður fumlaus þegar þar að kemur.“ Minnt er á að íslenska heilbrigðiskerfið sé undir gríðarlegu álagi við fordæmalausar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Mikilvægt er að mannauðnum þar sé skapaður nauðsynlegur vinnufriður og veitt sú virðing sem hann á skilið. Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriði þegar mörk hins mögulega eru þanin til hins ítrasta. Við þetta og margt fleira fást Landspítali og Embætti landlæknis jafnóðum allan sólarhringinn, af þolgæði og í einbeittum og samstíga takti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent