Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 21:43 Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.
Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50